Íslenskt fæðubótarefni
LipoSan Ultra® er náttúrulegt fæðubótarefni fyrir virka þyngdarstjórnun. LipoSan bindur fitu úr fæðunni strax eftir inntöku og dregur úr upptöku fitu í meltingarveginum sem leiðir til þess að líkaminn innbyrðir færri hitaeiningar úr máltíðinni.
LipoSan + Vitamin C
Með því að blanda C vítamíni við hið þrautreynda LipoSan Ultra hefur okkur tekist að auka virknina í hverju hylki. Í viðbóð við vel þekkta kosti C vítamíns þá eykur það virkni LipoSan umtalsvert með því að binda enn meiri fitu en hreint LipoSan.
Hvert glas inniheldur 180 hylki með 375mg af LipoSan og 25mg af hreinu C vítamíni. Vegna þess hve hratt LipoSan virkar eftir inntöku er nægjanlegt að taka efnið með mat. Aðrar kítósan vörur þurfa að jafnaði 30-60 mínútur til að ná fullri virkni.
Endilega skoðið Virkni til að nálgast ýtarlegri upplýsingar um virkni, innihaldsefni og notkun LipoSan + Vitamin C!
LipoSan Micro
Nýjasta viðbótin í vörulínu Primex hefur alla kosti LipoSan Ultra án þeirra takmarkanna sem fylgja hylkjum. Vísindamönnum okkar tókst að hylja bragðið af kítósani og því er hægt að blanda LipoSan Micro beint út í máltíðina á meðan hún er elduð eða þegar hún er framreidd. Þetta er tilvalið fyrir þá sem er illa við að gleypa hylki eða vilja einfaldlega gera máltíðina sína enn hollari.
Aðferðin við húðun felur allt bragð af duftinu og ver það gegn víxlverkun við matinn þangað til komið er í magann. Þetta gerir fólki mögulegt að bæta LipoSan Micro út í máltíð án þess að hafa áhrif á bragð eða eiginleika máltíðarinnar. Möguleikarnir eru margir! Til dæmis er hægt að blanda út í sósur, pönnukökudeig, majones eða rjóma. Einnig er lítið mál að strá yfir graut eða súpu, svo mætti lengi telja!
Örhúðin leysist upp þegar pH gildi umhverfis fer undir 3, sem gerist þegar máltíðin er komin í magann. Einnig leysist húðin ef hún er hituð yfir 80-90°C.
Primex bindur miklar vonir við þessa nýju vöru og við erum spennt að kynna hana á íslenska markaðinn í 80g "kryddstauk".