Fréttir

ChitoCare Beauty styrkir Sólrúnu Önnu

cd

Á dögunum skrifuðum við hjá Primex Iceland undir styrktarsamning við afrekskonuna Sólrúnu Önnu. Hún er hluti af A-landsliði Íslands í Badmintoni og afrekshóp BSÍ. Ásamt því að keppa og stunda æfingar erlendis er hún líka að þjálfa. Sólrún Anna gerði sér lítið fyrir á dögunum og vann sterkt meistaramót BH í meistaraflokki kvenna. Það verður spennandi að fylgjast með henni á næstu árum.

Photo-10-11-2019-14-10-18-1-

Primex og ChitoCare Beauty eru fús til að styðja við bakið á ungmennunum sem munu hjálpa til við að móta framtíð Íslands. Við vonum að húðvörur okkar hjálpi Sólrúnu Önnu og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.

Primex og ChitoCare reynir ávallt að veita stuðning í sínu nær umhverfi og að leggja sitt af mörkum til samfélagsins og vill þannig því sýna fram á þakklætisvott með því að vinna með nemendum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum fyrirtækjum á svæðinu. Þar má t.d. nefna starfskynningar, styrkir, vitundarvakningu um brjóstakrabbamein, samfélagsmiðlun ásamt hinum ýmsu viðburðum og uppákomum.

"Nýtingin á kítósan fjölliðunni er sjálfbær og skilar sér í heilbrigði húð. Heilbrigð og náttúrulega falleg húð er meginmarkmið ChitoCare beauty og erum víð þakklát fyrir þetta undur hafsins sem hjálpar þér að endurheimta og stuðla að mjúkri, þéttri og unglegri húð," segir ChitoCare beauty framkvæmdastjóri, Sigga.